Bröns seðill- Laugardaga og sunnudaga

Satt Bröns (e. brunch) er hlaðborð sem sameinar morgun- og hádegisverð (e. Brunch = Breakfast + Lunch) og er fullkomin sælkerastund á góðri helgi. Brönsinn er framreiddur laugardaga, sunnudaga og alla rauða daga frá kl. 11:30 - 14:00.

Óþol eða ofnæmi, láttu okkur vita

Við bjóðum upp á mismunandi útgáfur af salötum og grænmeti sem meðlæti og ljúffenga heita rétti ásamt  ilmandi fersku brauði. Síðast en ekki síst, frábært úrval af unaðslegum eftirréttum með kaffinu.
Fyrir þá sem hafa náð aldri til, bjóðum við hinn klassíska freyðivínskokteil, Mimosa, á hlaðborðinu.

Smelltu hér til að bóka borð.

Þú getur einnig hringt í síma  444-4050.

Vegna þeirra aðstæðna sem nú eru í landinu fylgir Satt Restaurant ströngum reglum og fyrirmælum til að tryggja öryggi og þægindi gesta. Lesa nánar.