Við bregðum útaf vananum í ár og bjóðum til margrétta jólakvöldverðar á Satt í ár auk þess sem jólabrönsinn okkar er með öðrum hætti.
Við vekjum athygli á því að auðvelt er að hafa litla hópa, hvort sem um ræðir fyrirtækjahópa eða fjölskyldur í sér sal. Eins verður boðið upp á þá nýjung að taka með sér ljúffengan hátíðarkvöldverð eða jólabröns með sér heim. Sjá valmöguleika hér að ofan.
Við hlökkum til að taka á móti jólunum með þér.
Njóttu þess að fá jólakræsingar beint á borðið,
bara rétt eins og í góðu jólaboði heima.
Hátiðarkvöldverður okkar verður í boði alla föstudaga og laugadaga frá 27.nóv til 19. des. frá kl.18.00
Verð: 10.800 kr. á mann
Börn 6-12 ára greiða 5.400 kr.
Frítt fyrir 5 ára og yngri
Það er dásamlegt að koma saman í jólabröns með fjölskyldu og vinum.
Jólabrönsinn okkar verður í boði alla laugardaga og sunnudaga frá 28. nóv. fram til 20. des.
Verð: 5.200 kr. á mann
Barnabröns á 1.600 kr. á mann
15% afsláttur í Take-away
Í ár bjóðum við upp á þá nýjung að fá jólin á Satt heim. Þú einfaldlega sækir hátíðarkvöldverð til okkar og slærð upp klassísku jólaboði með lítilli fyrirhöfn.
Borðapantanir:
Fyrir einstaklinga í síma 444 4050 eða satt(hjá)sattrestaurant.is
Fyrir stærri hópa og fyrirtæki í síma 444 4565 eða satt(hjá)sattrestaurant.is
Ertu með ofnæmi eða óþol ? Starfsfólk veitir upplýsingar um innihald allra vara.
Viltu gera meira úr kvöldinu? Bókaðu gistingu á Reykjavík Natura á www.icelandairhotels.is og njóttu stundarinnar aðeins lengur.