Jólin á Satt

 

Jólin á Satt Restaurant


Við jözzum jólin okkar með Jazztríói Tómasar R. um leið og við njótum allra jólakræsinganna á hlaðborðum Satt Restaurant.

Veislan er byrjuð á Satt Restaurant.

 

JÓLAHLAÐBORÐ

Við bjóðum upp á hátíðlegt jólahlaðborð um helgar á aðventunni. Borið er á borð úrval forrétta eins og síld, andarsalat, villibráðarpaté og girnileg salöt. Hangikjötið er á sínum stað, bæði tartar og birkireykt, auk annarra aðalrétta eins og purusteik, kalkúnn, naut og hnetusteik með meðlæti. Allir ættu síðan að finna eitthvað við sitt hæfi á eftirréttaborðinu þar sem í boði verður meðal annars Ris a la mande, volg súkkulaðikaka, ostar og ávextir.

Verð: 10.800 kr. á mann
Börn 6-12 ára greiða 5.400 kr.
Frítt fyrir 5 ára og yngri
Hvenær: Alla föstudaga og laugardaga frá 16. nóv. til 14. des.
Klukkan: 19.00

Smelltu hér til að sjá matseðil.

 

JÓLABRUNCH

Það er dásamlegt að koma saman í jólabrunch með fjölskyldu og vinum. Jólabrunchinn okkar verður í boði föstudaga, laugardaga og sunnudaga fram til 31. desember.

Að dönskum sið bjóðum við upp á volga lifrarkæfu með fleski og svínasteik með puru, síldar, reyktan og grafinn lax, nýbakað rúgbrauð, laufabrauð og íslenskt smjér. Hangikjötið verður á sínum
stað. Aðrir réttir eins og egg Benedict, lambasteik og ljúffeng Satt salöt verða áfram í boði ásamt ýmiss konar brauðmeti, áleggi og ostum. Jólaeftirréttir setja svo punktinn yfir i-ið.

Verð: 5.500 kr. á mann
Börn 6-12 ára greiða 2.750 kr.
Frítt fyrir 5 ára og yngri
Hvenær: Alla föstud., laugard. og sunnud. frá 16. nóv. til 31. des.
Klukkan: 11.30-14.00

 

Pantið borð tímanlega

Nánari upplýsingar um borðapantanir:
Fyrir einstaklinga í síma 444 4050 eða satt(hjá)sattrestaurant.is
Fyrir stærri hópa og fyrirtæki í síma 444 4565 eða satt(hjá)sattrestaurant.is  

 

Viltu gera meira úr kvöldinu? Bókaðu gistingu á Reykjavík Natura á www.icelandairhotels.is