Jólabröns á Satt

Jólabröns Satt með jözzuðum undirtónum 

 

Hinn margrómaði jólabröns Satt verður í boði á aðventunni
föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá 26. nóvember til 2. janúar.

Jazz Tómasar R. Einarssonar spilar undir á föstudögum og laugardögum
og jólasveinn kemur í heimsókn á sunnudögum.

 

Að dönskum sið bjóðum við upp á volga lifrarkæfu með fleski og svínasteik með puru, síldar, reyktan og grafinn

lax, nýbakað rúgbrauð, laufabrauð og íslenskt smjör.

Hangikjötið verður á sínum stað.

Aðrir réttir eins og egg-Benedict, lambasteik og ljúffeng Satt-salöt verða áfram í boði ásamt ýmiss konar brauðmeti, áleggi og ostum.

Jólaeftirréttir setja svo punktinn yfir i-ið

 

Verð: 5.500 kr. á mann
Verð fyrir börn 5-11 ára: 3500 kr. á barn 
Frítt fyrir börn 4 ára og yngri

Ertu með ofnæmi eða óþol ?  Starfsfólk veitir upplýsingar um innihald allra vara.
PANTA Í HEIMTÖKU