Jólabröns

 

Það er dásamlegt að koma saman í jólabröns með fjölskyldu og vinum. Jólabrunchinn okkar er í boði föstudaga, laugardaga og sunnudaga til og með 31. desember.

Að dönskum sið bjóðum við upp á volga lifrarkæfu með fleski og svínasteik með puru, síldar, reyktan og grafinn lax, nýbakað rúgbrauð, laufabrauð og íslenskt smjér. Hangikjötið verður á sínum
stað. Aðrir réttir eins og egg Benedict, lambasteik og ljúffeng Satt salöt verða áfram í boði ásamt ýmiss konar brauðmeti, áleggi og ostum. Jólaeftirréttir setja svo punktinn yfir i-ið.


Verð kr. 5.500,- á mann

Börn 0-5 ára greiða ekkert
Börn 6-12 ára greiða hálft gjald