Satt jólabröns

Brönsinn okkar fer í jólabúning og við setjum inn síldar, reyktan og grafinn lax með tilheyrandi sósum.

Að dönskum sið verður volg lifrarkæfa með fleski, svínasteik með puru ásamt íslensku hangikjöti með öllu tilheyrandi.

Aðrir réttir eins og egg Benedict, íslenska lambið okkar verða á sínum stað með ljúffengum Satt salötum sem engan svíkja.

Ilmandi rúgbrauð, laufabrauð og annað brauðmeti sætt og ósætt, álegg, ostar og smjör.

Jóladesertar setja svo punktinn yfir i-ið.Verð kr. 5.400,- á mann

Börn 0-5 ára greiða ekkert
Börn 6-12 ára greiða hálft gjald