Takk Reykjavík!

Með hverju árinu laðar Ísland að sér fjölda erlendra gesta og við hjá Icelandair hótelunum leggjum nótt við dag til að gera heimsóknir þeirra sem ánægjulegastar. En án gestrisni Íslendinga væri það til lítils.

Okkur finnst landsmenn allir eiga hrós skilið fyrir höfðinglegar móttökur og fyrir þann einstaka anda sem heillar ferðamenn hvaðanæva að. Þess vegna langar okkur að bjóða ykkur að upplifa Ísland eins og ferðamenn.

Í tilefni af Takk! býður Satt Restaurant, 30% afslátt af
kvöldverðarhlaðborði, mánudaga til fimmtudaga.

Til að virkja tilboðið þarftu að sýna rafrænan miða (voucher).
Þú getur sótt miðann eða tekið mynd af honum á símann þinn og sýnt við komu á Satt.

- OPNA RAFRÆNAN MIÐA -

 

Glæsilegt kvöldverðarhlaðborð öll kvöld á milli 18:00 og 21:30 á Satt Resturant þar sem er að finna úrval girnilegra forrétta, aðalrétta og eftirrétta.

Fullt verð: 4.900 kr. á mann
6-12 ára borga hálfvirði
0-5 ára borða frítt með fullorðnum

Vinsamlegast bókið borð í síma 444-4050 eða smellið hér.

Tilboðið er í gildi mánudaga til fimmtudaga frá 1. febrúar - 29. febrúar.