Maturinn
Satt er staðurinn fyrir þá sem elska góðan mat og fjölbreytileika. Hvort sem þig langar í girnilegt morgunverðarhlaðborð, ljúffenga rétti af barseðlinum eða kvöldverðarhlaðborð með fjölbreyttu úrvali, þá finnur þú það á Satt. Ekki má svo gleyma helgarbrönsinum okkar, sem er í boði allar helgar og á rauðum dögum.
Jólabröns er í boði alla laugardaga og sunnudaga frá 22. nóvember.
Alla föstudaga í desember og alla virka daga frá 15.desember til 1. janúar.
Desemberkvöldverðarhlaðborð er í boði frá kl. 18:00 til 21:00, frá 1. desember til 1. janúar, frá sunnudegi til fimmtudags.
Morgunverður er í boði alla morgna frá 07:00 - 10:00.
Hádegishlaðborð er alla virka frá 11:30 - 14:00.
Barseðill er í boði alla daga frá 14 - 21:30, nema þá daga sem við bjóðum upp á jólahlaðborð.
Sjá nánar
hér.
Kvöldverðarhlaðborð er í jólafríi föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá 22. nóvember og í fríi öll kvöld frá og með 1. desember til 1. janúar. Frá 2. janúar verður það í boði öll kvöld frá 18:00 - 21:00.
Það er Happy Hour á barnum alla daga frá 15:00 - 18:00.
Bröns er í jólafríi frá og með 22. nóvember til 2. janúar. Frá 2. janúar er hann í boði alla laugardaga,
sunnudaga og rauða daga frá 11:30 - 14:00.
Öll sunnudagskvöld býður Satt Restaurant upp á glæsilegt steikarhlaðborð frá kl.18:00 – 21:00. Steikarhlaðborðið fer í jólafrí frá 7. desember og snýr aftur 4. janúar - við bendum á Desemberkvöldverðarhlaðborð sem verður í boði í stað þess.
