Hlaðborð & viðburðir
Það er alltaf eitthvað spennandi og bragðgott í vændum hjá Satt.
Það er alltaf eitthvað spennandi og bragðgott í vændum hjá Satt.
Hver elskar ekki osta? Október verður tileinkaður öllum þeim sem elska osta.
Satt býður upp á
girnilega kynningu
um bjór- og ostapörun með Bjarka Long og Stefáni Bjarnasyni. Kíktu til okkar þann
1. október kl. 17.
Einnig verða ostarplattar á tilboði og gleðistund á barnum frá kl. 15 - 18 alla daga í október.
Klassískt brönshlaðborð til heiðurs Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, á afmælisdegi hennar þann 11. október.
Öll þau sem koma með klút fá fría mímósu!
Verð: 6.900 kr. á mann, 6-12 ára börn: 4.500 kr. og frítt fyrir 5 ára og yngri.
Satt fagnar þakkargjörðarhátíðinni og býður upp á girnilega hlaðborðsrétti, m.a. kalkún, sætkartöflumús, trönuberjasósu og pekanhnetuböku. Boðið er upp á hlaðborðið bæði í hádeginu og að kvöldi 27. nóvember.
Hádegisverðarhlaðborð verð: 6.900 kr. á mann, 6-12 ára börn: 3.450 kr. og frítt fyrir 5 ára og yngri.
Kvöldverðarhlaðborð verð: 9.900 kr. á mann, 6-12 ára börn: 4.950 kr. og frítt fyrir 5 ára og yngri.