Hádegishlaðborð

 

Hádegishlaðborð Satt er alla virka daga frá 11:30 - 14:00
 

Matreiðslufólkið á Satt fær útrás fyrir sköpunargleði sína mánudaga - föstudaga milli kl. 11:30 - 14:00 þegar borið er fram glæsilegt hlaðborð á eldhúsbekknum. Ferskleiki, hollusta og íslenskt hráefni er í fyrirrúmi þó oft sé leitað út fyrir landsteinana að skemmtilegum samsetningum og stílbrögðum sem gæla við bragðlaukana.


Á borðinu má meðal annars finna heimalagaða súpu dagsins og nýbakað brauð. Mismunandi salöt og grænmeti, allt frá léttu grænu út í ýmis konar rótargrænmeti og ávexti. Þrír aðalréttir hlaðborðsins eru heitur grænmetisréttur, próteinréttur með kjöti- eða fisk og svo velútbúið salat dagsins sem er tekið alla leið með faglegum metnaði. Síðast en ekki síst er glæsilegt úrval af eftirréttum sem gleðja bragðlaukana sem og augað.

 

Girnilegt, hollt og gott hlaðborð á góðu verði í notalegu umhverfi.

  • Mánudaga - föstudaga kl. 11:30 - 14:00
  • Verð kr. 5.500.- á mann
  • Börn 6 - 12 ára kr. 3.600.- á barn
  • Ókeypis fyrir börn 5 ára og yngri

 

Ef um óþol eða ofnæmi er að ræða, vinsamlegast látið þjóninn ykkar vita.