Morgunverður á Satt

Gríptu morgunverðinn með þér eða borðaðu á staðnum

Satt morgunverðarhlaðborð býður upp á allt sem þú átt að venjast á gæðahóteli. Nýbakað brauð, alls konar álegg, egg, ávextir og auðvitað eitthvað sætt með kaffibollanum. Við leggjum áherslu á gómsætan og hollan morgunmat: hollustubrauð, heimalagaða sultu og við bjóðum einnig upp á glútenfrían morgunmat. Lýsið og gott kaffi standa fyrir sannri íslenskri upplifun. Gríptu morgunverðinn með þér eða borðaðu á staðnum.

Morgunverður á Satt
  • Alla daga frá kl. 07:00 - 10:00
  • Verð 3.000.-  kr á mann

 Ertu með ofnæmi eða óþol ? Starfsfólk veitir upplýsingar um innihald allra vara.

 

Flugið snemma?

Grab & Go þjónusta í boði frá kl. 4:00 - 07:00 fyrir hótelgesti sem eru með morgunverð innifalinn í verði herbergis og þurfa að fara snemma af stað. Staðsett við gestamóttökuna inni á Icelandair hótel Reykjavík Natura. Vinsamlega bókið með 24 tíma fyrirvara.