Morgunverður á Satt

Satt morgunverðarhlaðboðið er fullkominn staður til að byrja daginn. Við erum með gott úrval þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Búðu til þitt eigin stökka avocado brauð eða Bakaðu vöfflu og settu á hana þar sem hugurinn girnist. Þú getur sest við gluggann og horft á flugvélarnar taka á loft eða sæti við arininn. 

Morgunverður á Satt
  • Alla daga frá kl. 07:00 - 10:00
  • Verð 3.900.-  kr á mann

 Ertu með ofnæmi eða óþol ? Starfsfólk veitir upplýsingar um innihald allra vara.

 

Flugið snemma?

Grab & Go þjónusta í boði frá kl. 4:00 - 07:00 fyrir hótelgesti sem eru með morgunverð innifalinn í verði herbergis og þurfa að fara snemma af stað. Staðsett við gestamóttökuna inni á Reykjavík Natura | Berjaya Iceland Hotels. Vinsamlega bókið með 24 tíma fyrirvara.