Veislur & veisluþjónusta

Matseðlar að hætti kokka á Satt eru sérsniðnir að þínum þörfum.
Á Satt veljum við einungis ferskt úrvals hráefni.

Ertu með ofnæmi eða óþol ? Starfsfólk veitir upplýsingar um innihald allra vara.

Fermingarveislur

Við bjóðum upp á bröns og kaffiborð fyrir fermingarveisluna - allt eftir því hvað hentar þinni veislu. Veitingasalir á Icelandair hótel Reykjavík Natura eru bjartir og einkar hentugir fyrir fermingarveislur. Bílastæði eru næg og allir salir á jarðhæð og því aðgengi mjög gott. Við bjóðum upp á hvíta dúka, hvítar servíettur, hvít kerti sem og alla þjónustu. Velkomið er að koma með aðrar skreytingar. Allir salirnir eru búnir myndvarpa og því hægt að sýna myndir og myndbönd.

Gildir fyrir lágmark 30 gesti. Viðeigandi salur valinn af starfsfólki Icelandair hótel Reykjavík Natura.
Öll verð eru nettó með VSK og geta breyst án fyrirvara. Gildir frá 01.09.20 - 31.08.21.

Boðinn er 10% afsláttur af verðskrá þegar fermingarveislur eru pantaðar í Take Away.

Nánari upplýsingar:
meetings@icehotels.is
444 4595

Meira
Viðburðaseðlar

Við bjóðum upp á tvo mismunandi gómsæta matseðla fyrir þinn viðburð, þú velur það sem hentar. Matseðlarnir eru í boði fyrir að lágmarki 50 manns.

Meira
Pinnamatur

Girnilegur pinna- og gafflamatseðill sem hentar fyrir hvers kyns veislur og viðburði. Seðlarnir eru í boði fyrir að lágmarki 30 manns.

Meira
Kaffihlaðborð

Dýrindis kaffihlaðborð, í boði fyrir hópa stærri en 30 manns. Veitingarnar eru bornar fram í sal sem hæfir stærð hópsins.

Meira
Erfidrykkja

Veitingasalir á Icelandair hótel Reykjavík Natura eru einkar hentugir fyrir erfidrykkjur. Með færanlegum veggjum er hægt að minnka og stækka veitingasalina eftir fjölda í hverju tilfelli fyrir sig. Salirnir eru bjartir og huggulegir, með kerti á borðum.

Flygill er til staðar og í öllum sölum eru myndvarpar þar sem að hægt er að  sýna myndir eða myndband. Aðgengi er mjög gott þar sem allir salir eru á jarðhæð og næg bílastæði fyrir utan.

Vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu, bjóðum við að sækja kaffihlaðborðpakka til okkar. Lámarks pöntun er fyrir 10 gesti.

Allar pantanir þurfa að berast degi áður gegnum síma: 444 4565 eða tölvupóst: meetings@icehotels.is

Meira
Hádegisseðlar fyrir hópa

Satt Eldhús leggur áherslu á íslenskt léttmeti í hádeginu á borð við súpur og salöt auk þess sem kjöt, steiktur fiskur og girnilegir eftirréttir eru á boðstólnum. Njóttu alls þess besta sem Satt hefur upp á að bjóða.

 

Meira
Gríptu nesti

Gríptu með þér nesti í ferðina. Við bjóðum upp á girnilegan nestispakka fyrir að lágmarki 5 manns.

Kíktu í nestispakkana!

Meira