Veislur & veisluþjónusta

Matseðlar að hætti kokka og bakara á Satt eru sérsniðnir að þínum þörfum. Á Satt veljum við einungis ferskt úrvals hráefni.

Fermingarveislur

Við bjóðum upp á bröns og ítalskt borð fyrir fermingarveisluna - allt eftir því hvað hentar þinni veislu. Veitingasalir á Icelandair hótel Reykjavík Natura eru bjartir og einkar hentugir fyrir fermingarveislur. Bílastæði eru næg og allir salir á jarðhæð og því aðgengi mjög gott. Við bjóðum upp á hvíta dúka, hvítar servíettur, hvít kerti sem og alla þjónustu. Velkomið er að koma með aðrar skreytingar. Allir salirnir eru búnir myndvarpa og því hægt að sýna myndir og myndbönd.

Gildir fyrir lágmark 30 gesti. Viðeigandi salur valinn af starfsfólki Icelandair hótel Reykjavík Natura.
Öll verð eru nettó með VSK og geta breyst án fyrirvara. Gildir frá 01.09.16 - 31.08.17.

Meira
Viðburðaseðlar

Við bjóðum upp á tvo mismunandi gómsæta matseðla fyrir þinn viðburð, þú velur það sem hentar. Matseðlarnir eru í boði fyrir að lágmarki 50 manns.

Meira
Hanastél

Girnilegur pinna- og gafflamatseðill sem hentar fyrir hvers kyns veislur og viðburði. Seðlarnir eru í boði fyrir að lágmarki 30 manns.

Meira
Kaffihlaðborð

Dýrindis kaffihlaðborð, í boði fyrir hópa stærri en 30 manns. Veitingarnar eru bornar fram í sal sem hæfir stærð hópsins.

Meira
Erfidrykkja

Veitingasalir á Icelandair hótel Reykjavík Natura eru einkar hentugir fyrir erfidrykkjur. Með færanlegum veggjum er hægt að minnka og stækka veitingasalina eftir fjölda í hverju tilfelli fyrir sig. Salirnir eru bjartir og huggulegir, með blóm og kerti á borðum. Flygill er til staðar og í öllum sölum eru myndvarpar þar sem að hægt er að  sýna myndir eða myndband. Aðgengi er mjög gott þar sem allir salir eru á jarðhæð og næg bílastæði fyrir utan.

Meira
Hádegisseðlar fyrir hópa

Við mælum stolt með að hópar komi í okkar matarmikla Satt hádegisborð.
Þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi af því sem kokkarnir framreiða af heitum og köldum réttum, salötum, pizzum og frábæru eftirréttaborði

Verð kr. 3.600.- á mann

Fyrir stærri hópa bjóðum við útgáfu af Satt hádegisborðinu í sér sal.

Gildir fyrir 15 manns eða fleiri.

Meira
Hádegishlaðborð fyrir hópa

Satt hádegishlaðborð alla virka daga 

Matreiðslufólkið á Satt fær útrás fyrir sköpunargleði sína alla virka daga milli kl. 11.30 - 14:00 þegar borið er fram glæsilegt hlaðborð á eldhúsbekknum. Ferskleiki, hollusta og íslenskt hráefni er í fyrirrúmi þó oft sé leitað út fyrir landsteinana að skemmtilegum samsetningum og stílbrögðum sem gæla við bragðlaukana.

Á borðinu má meðal annars finna heimalagaða súpu dagsins og nýbakað brauð. Mismunandi salat og grænmeti, allt frá léttu grænu út í ýmis konar rótargrænmeti og ávexti. Þrír aðalréttir hlaðborðsins eru heitur grænmetisréttur, próteinréttur með kjöti- eða fisk og svo velútbúið salat dagsins sem er tekið alla leið með faglegum metnaði. Fastur liður á hlaðborðinu eru hinar frægu eldbökuðu flatbökur Satt, með fjölbreyttu áleggi. Síðast en ekki síst er glæsilegt úrval af eftirréttum sem gleðja bragðlaukana sem og augað. 

Hádegishlaðborð á Satt

 

Girnilegt, hollt og gott hlaðborð á góðu verði í notalegu umhverfi.

  • Virka daga kl. 11:30 - 14:00
  • Verð kr. 3.600.- á mann
  • 50% afsláttur fyrir börn 6 - 12 ára
  • Frítt fyrir börn yngri en 6 ára
Meira
Gríptu með þér nesti

Gríptu með þér nesti í ferðina. Við bjóðum upp á girnilegan nestispakka fyrir að lágmarki 5 manns.

Kíktu í nestisboxið!

Meira