Frá og með 1 október 2020 er skylda fyrir bæði starfsmenn okkar og gesti að bera grímur inni á Satt. Þetta á við um gesti í morgunverðar- og hádegisverðar/bröns-hlaðborði, en ekki um þá gesti er setjast beint við borð og panta af matseðli.
Með þessum hætti erum við að gera okkar ítrasta til að koma í veg fyrir kórónaveirusmit í okkar húsakynnum.
Gestum er velkomið að mæta með eigin grímur eða þiggja einnota grímur við komu á veitingastað.
Veitingasalir á Icelandair hótel Reykjavík Natura eru einkar hentugir fyrir erfidrykkjur. Með færanlegum veggjum er hægt að minnka og stækka veitingasalina eftir fjölda í hverju tilfelli fyrir sig. Salirnir eru bjartir og huggulegir, með kerti á borðum.
Flygill er til staðar og í öllum sölum eru myndvarpar þar sem að hægt er að sýna myndir eða myndband. Aðgengi er mjög gott þar sem allir salir eru á jarðhæð og næg bílastæði fyrir utan.
Vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu, bjóðum við að sækja kaffihlaðborðpakka til okkar. Lámarks pöntun er fyrir 10 gesti.
Allar pantanir þurfa að berast degi áður gegnum síma: 444 4565 eða tölvupóst: meetings@icehotels.is
Hefðbundið kaffihlaðborð |
Standandi hlaðborð |
Snittur Heitur brauðréttur Flatkökur með hangikjöti Marengsterta Kleinur Ostabakki Kaffi, te og gos |
Snittur Ostabakki Flatkökur Míníur Eplakaka Ávaxtabitar Kaffi, te og gos |
Kr. 2.700,- á mann | Kr. 2.700,- á mann |
|
|
Súpur & sætir bitar |
|
Sætkartöflusúpa (V) og kjúklingasúpa Nýbakað brauð með pestói og smjöri Sætir bitar Kaffi, te og gos |
|
Kr. 2.700,- á mann |
Öll þjónusta, uppdekkaður salur, veitingar, kaffi og gos er innifalið í verði.
Viðeigandi salur valinn af starfsfólki Icelandair hótel Reykjavík Natura.
Öll verð eru brúttó með VSK og geta breyst án fyrirvara. Gildir frá 01.09.20 - 31.08.21
Allar nánari upplýsingar á meetings@icehotels.is og í síma 444 4565.
Nautholsvegur 52, 101 Reykjavik
s. +354 444 4050
satt(hjá)sattrestaurant.is
Eldhúsið er opið 18:00 - 21:00 alla daga
og 11:30 - 14:00 um helgar.