Rasa Sayang

Rasa Sayang á Satt í haust

Farðu með bragðlaukana í ævintýraferð um Malasíu. 

Rasa Sayang er pop-up veitingastaður sem verður á Satt 
23. september til 17. nóvember. 

Boðið verður upp á malasíska rétti  - Þar með talið þjóðarréttinn Nasi Lemak, bragðmikil körrí, sambal rækjur og sérkennileg sætindi. 

Einstakt tækifæri til að prófa eitthvað nýtt og framandi. 

Bóka borð

 

Opnunartímar Rasa Sayang á Satt

Þriðjudaga - föstudaga 
Hádegi: 11:30 - 14:00
Kvöld: 18:00 - 21:30 

Laugardaga og Sunnudaga
Kvöld: 18:00 - 21:30

Mánudagar: Lokað á Rasa Sayang en hefðbundinn opnunartími á Satt restaurant. 


Smakkseðill

SÖNN MALASÍSK UPPLIFUN

Acar – sýrt salat
Kjúklingur í rauðri sósu
Sterkar sambal-rækjur
Krydduð lambasúpa
Borið fram með hrísgrjónum
4.990 á mann

OKKAR UPPÁHALDSRÉTTIR

(Fyrir tvo til að deila)

Súr og sterkur fiskur
Nasi lemak – kókoshrísgrjón
Satay (12 bitar)
Roti canai – flatbrauð
Nauta-rendang
4.990 á mann

 

Réttirnir okkar

KJÚKLINGA-KERABU
Hefðbundið malasískt salat

2.100
ACAR
Sýrt salat
 1.900
KJÚKLINGA- EÐA NAUTA-SATAY
með jarðhnetusósu
 3.800
ROTI CANAI 

Malasískt flatbrauð með karrísósu

 2.100
NASI LEMAK 

Þjóðarréttur Malasíu: Ilmandi kókoshrísgrjón með
sambal (indónesískri chili-sósu), ansjósum, jarðhnetum,
harðsoðnu eggi og agúrku. Borið fram með karrísósu

 3.800
LAKSA-NÚÐLUR 

Ilmrík kókossúpa, hrísgrjónanúðlur, sjávarfang, baunspírur

 3.800
NAUTA-RENDANG* 

Ilmríkt kókoskarrí með kryddaðri sósu

 4.800

STERKAR SAMBAL-RÆKJUR* 
Rækjur í rótsterkri sambal-sósu (indónesíksri chili-sósu)

4.200
KJÚKLINGUR Í RAUÐRI SÓSU* 

Meyr kjúklingur í bragðmikilli og sterkri tómatsósu

 4.200

SÚR OG STERKUR FISKUR* 
Makríll í krydduðu og bragðsterku tamarínsoði

4.800

KRYDDUÐ LAMBASÚPA* 
Ilmandi lambasúpa með bragðsterku kryddi og kryddjurtum

4.800

LAMBA-KORMA* 
Meyrt lambakjöt í bragðmikilli og kryddaðri rjómakenndri sósu

4.800
*Borið fram með hrísgrjónum  

ABC (ÍS-KACANG) 
Ískrap með litríku sírópi og rauðum baunum,
maísbaunum og hlaupi ofan á

1.600

MILO DINO 
Kaldur malasískur súkkulaðimaltdrykkur

900

TEH TARIK 
Heitt, froðukennt mjólkurte

900

 

Öll verð eru í íslenskum krónum. Innifalið í verði eru þjónustugjald og virðisaukaskattur.
Mikilvægt er að upplýsa starfsfólk um óþol og ofnæmi áður en pantað er.