Staðurinn

Satt er eldhúsið þitt að heiman, notalegt, ferskt og fallegt. Við matreiðum fyrir þig frá grunni af alúð og innlifun úr besta mögulega hráefni og við kunnum sannarlega að gera úr því lostæti. Besta fæðan er yfirleitt sú sem er skammt undan og við vitum upp á hár hvaðan hráefnið okkar kemur. Við bjóðum einnig upp á eldbakaðar flatbökur sem koma rjúkandi úr ofninum á hverjum degi.

Satt

Við byggjum á gömlum, góðum hefðum og færum þær til nútímans í léttri og hollri matargerð þar sem ferskleiki og bragðgæði hráefnisins fá að njóta sín umvafin ilmandi kryddjurtum. 

Satt er með lifandi starfsemi allan daginn og býður jafnt hótelgesti sem og aðra gesti velkomna í morgunverð, hádegisverð, kaffi og kvöldverð. Einnig erum við með glæsilegt bröns hlaðborð um helgar. Leyfðu bragðlaukunum að koma í Satt ævintýri.

Stórt langborð, svokallað "Communal table", er fyrir þá sem vilja hittast saman í hópi eða eru einir og ófeimnir við að spjalla við ókunnuga. Við “Communal table” nýtur þú matarins í þakklæti með öðrum, kynnist fólki og blandar geði við heimamenn.

Glútenlaust á Satt

Við á Satt leggjum upp úr því að bjóða upp á glútenfría kosti líkt og brauðmeti og pizzur. Gestir geta því alltaf beðið um glútenfrítt brauð og sætabrauð. 

 

 

 

 

 

Nú getur þú fengið eldbakaðar flatbökur á Satt

Við bökum fjölbreytt úrval af flatbökum í glæsilega eldofninum á Satt. Við gerum okkar besta í að afgreiða þína uppáhaldsflatböku - velkomin að spyrja! 

Flatbökurnar eru með súrdeigsbotni sem við gerum sjálf og það er ekkert mál að biðja um glútenlausan botn. Flatbökurnar eru í boði á matseðli frá kl 11:30 - 22:00. Þær er einnig að finna á gómsætu hádegishlaðborðinu alla virka daga sem og í Bröns um helgar. Sjá eldbakaðar flatbökur á matseðlinum hér.
Pallurinn

Á sólríkum sumardegi er fátt betra en að setjast með svalandi drykk eða heitan bolla út á Pallinn okkar á Satt.