Við byggjum á gömlum, góðum hefðum og færum þær til nútímans í léttri og hollri matargerð þar sem ferskleiki og bragðgæði hráefnisins fá að njóta sín umvafin ilmandi kryddjurtum.
Satt er með lifandi starfsemi allan daginn og býður jafnt hótelgesti sem og aðra gesti velkomna í morgunverð, hádegisverð, kaffi og kvöldverð. Einnig erum við með glæsilegt bröns hlaðborð um helgar. Leyfðu bragðlaukunum að koma í Satt ævintýri.
Stórt langborð, svokallað "Communal table", er fyrir þá sem vilja hittast saman í hópi eða eru einir og ófeimnir við að spjalla við ókunnuga. Við “Communal table” nýtur þú matarins í þakklæti með öðrum, kynnist fólki og blandar geði við heimamenn.
Á sólríkum sumardegi er fátt betra en að setjast með svalandi drykk eða heitan bolla út á pallinn okkar á Satt.